Innlent

Slapp með skrámur eftir veltu á Reykja­nes­braut

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann slapp tiltölulega ómeiddur en bíllinn varð fyrir talsverðu tjóni.
Hann slapp tiltölulega ómeiddur en bíllinn varð fyrir talsverðu tjóni. Vísir/Egill

Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.

Slysið átti sér stað upp um sjö í morgun og voru viðbragðsaðilar komnir á vettvang sunnan við Straumsvík klukkan 7:03.

Hann hlaut eins og fram kom minniháttar eymsli og skrámur en var fluttur á bráðamóttöku í Fossvogi með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að bíllinn, sem hlaut talsvert tjón, hafi verið fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×