Íslenski boltinn

Reynslu­boltinn Rasmus í Gróttu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Brazell, þjálfari Gróttu, og Rasmus.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu, og Rasmus. Grótta

Miðvörðurinn Rasmus Christiansen er genginn í raðir Gróttu og mun þar mynda eitt reyndasta miðvarðapar Lengjudeildar karla í fótbolta ásamt Aroni Bjarka Jósepssyni.

Hinn 34 ára gamli Rasmus kemur til Gróttu frá ÍBV en þessi danski varnarmaður kom fyrst hingað til lands árið 2010. Síðan hefur hann spilað fyrir Eyjamenn, KR, Fjölni, Aftureldingu og Val.

Rasmus er barnsfaðir Elísu Viðarsdóttur, leikmanns Íslandsmeistara Vals, en saman eiga þau tvö börn.

Rasmus er þaulreyndur en hefur aðeins spilað sex leiki til þessa í Lengjudeildinni. Þá hefur hann orðið Íslandsmeistari þrívegis og bikarmeistari einu sinni.

Grótta sigur sem stendur í 11. sæti Lengjudeildar, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar 13 umferðir eru búnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×