Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Ketill Berg Magnússon, mannauðstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir algengt að ofuráhersla sé lögð á umhverfisvernd, þótt sjálfbærni snúist í grunninn um fólk. Breytingarnar framundan séu þess eðlis að öll fyrirtæki þurfi að endurskoða rekstur sinn og framtíðarsýn. Vísir/Arnar Halldórsson „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. „Heimurinn er að breytast og fyrirtæki þurfa að gera sig klár fyrir framtíðina ef þau ætla að ná árangri. Viðskiptavinir gera nú kröfur um meiri sjálfbærni, starfsfólk gerir öðruvísi kröfur og regluverk alls staðar í heiminum er að endurspegla þessar kröfur,“ segir Ketill og vísar meðal annars í nýja reglugerð Evrópusambandsins sem felur meðal annars í sér að stór fyrirtæki þurfa að sýna árangur sinn í sjálfbærni með mælanlegum hætti í árskýrslum sínum. En þótt reglugerðin nái aðeins til stærri fyrirtækja, þýðir það þó ekki að önnur og smærri fyrirtæki séu undanskilin þeim breytingum sem boðaðar eru. Þvert á móti, skiptir máli fyrir öll fyrirtæki að átta sig á því um hvað málið snýst. Því smærri fyrirtæki vilja viðskipti við stærri fyrirtæki og koll af kolli. Á endanum er atvinnulífið ein og sama hringrásin. Í dag og næstu vikur ætlum við að fræðast aðeins meira um sjálfbærnina og hvaða þýðingu hún hefur í raun. Því um hvað snýst hún ef hún snýst ekki bara um umhverfismálin? Sjálfbærni og fólk Ketill segir að í raun hafi heimsfaraldurinn gefið nokkuð gott dæmi um hvernig sjálfbærni í fyrirtækjum snýst á að miklu leyti um fólk. „Fyrirtæki sem fjárfestu í velsæld starfsmanna sinna, buðu sveigjanleg vinnuskilyrði og héldu uppi gagnsæjum samskiptum sigldu í gegnum kreppuna á skilvirkari hátt. Þessi nálgun bætti ekki aðeins starfsanda heldur styrktu einnig tryggð, nýsköpun og framleiðni,“ nefnir Ketill sem dæmi. Þetta hafi sýnt og sannað að sjálfbærir starfshættir eru í raun óaðskiljanlegur þáttur í þeirri seiglu sem til þarf til að ná langtímaárangri. Áskoranirnar eru þó margar og ólíkar. Enda þurfi að horfa til svo margra ólíkra þátta og hópa. „Leiðtogar þurfa að hlúa að menningu í fyrirtækinu, skapa mannvænt vinnuumhverfi starfsfólks, gera kröfur til birgja og undirverktaka, tryggja öryggi viðskiptavina, styðja við samfélög þar sem fyrirtækið starfar og viðhafa siðferðileg vinnubrögð í viðskiptum.“ Í ofanálag er ekki lengur nóg að horfa til þess hver afkoma eða hagnaður fyrirtækja er. Í dag er árangur fyrirtækja ekki einungis mældur með fjárhagslegum hagnaði heldur líka hvernig áhrif þau hafa á jörðina og fólk.“ Verkefni fyrirtækja snúist hins vegar um að ná jafnvægi á milli hagnaðarsjónarmiða í rekstri og þess að fólk og náttúran njóti góðs af. „Að huga að mannlegu hlið sjálfbærni í fyrirtækjum er bæði siðferðilega rétt og það eykur seiglu og árangur fyrirtækja.“ Ketill segir ekki nóg í dag að horfa til fjárhagslegs hagnaðar fyrirtækja, í dag sé árangur fyrirtækja ekki síður metinn með tilliti til þess hvaða áhrif þau eru að hafa á jörðina og fólk. Hægt sé að horfa til nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins sem leiðarvísi frekar en kvöð.Vísir/Arnar Halldórsson Áhrifin á daglegt líf í starfi Allt er þetta nú gott og blessað. Ekki síst fyrir fræðimennskuna. En hvernig kemur þetta til með að breyta daglegu lífi fólks og vinnustaða? Jú, áhrifanna mun gæta nánast alls staðar. Því að sögn Ketils, þurfa fyrirtæki nú að endurskoða þær grunnforsendur sem reksturinn hefur starfað á til þessa og starfsfólk að breyta verklagi sömuleiðis, þannig að niðurstaðan leiði alltaf til aukinnar sjálfbærni. Þetta þýðir að hvert einasta fyrirtæki þarf í raun að endurmeta framtíðarsýn sína Þar segir Ketill tilvalið fyrir fyrirtæki að horfa til nýrra sjálfbærnistefnu Evrópusambandsins sem leiðbeinandi, en ekki kvöð. „Fyrirtæki geta litið á þessar kröfur sem íþyngjandi kvaðir eða ákveðið að aðlaga reksturinn fljótt svo fyrirtækin verði umhverfisvænni og mannlegri,“ segir Ketill og bendir líka á að markmið sjálfbærnistefnu Evrópusambandsins snúist í raun um að gera evrópsk fyrirtæki samkeppnishæfari fyrir framtíðina. Og í þessari rýnivinnu, þarf allt að endurskoðast. Til dæmis mannauðsstefna fyrirtækisins. „Sjálfbær mannauðsstefna felur í sér að upplýsa starfsfólk um tilgang og framtíðarsýn, hlusta vel á þarfir þeirra, stuðla að fjölbreytileika og þátttöku í teymum og tryggja sanngjörn vinnubrögð.“ Það sama á við þegar erfiðleikar steðja að. Framvegis þarf að beita nýrri taktík. Það gengur á ýmsu í rekstri fyrirtækja og það er ekki alltaf sól. Leiðtogar sem tileinka sér gagnsæi og ábyrgð og efla menningu þar sem siðferðileg hegðun er norm frekar en undantekning, uppskera traust og skilning starfsfólks.“ Ketill segir að með áherslu á mannlega sjálfbærni, gerist það nánast ósjálfrátt að fyrirtækið eykur á sína eigin velgengni. „Því hjá fyrirtækjum starfar fólk sem getur og vill takast á við flóknar áskoranir því þar ríkir menning samkenndar, samtakamáttar, sanngirnis, umburðarlyndis, nýsköpunar og seiglu,“ nefnir Ketill sem dæmi um lykilorð sem þurfa að vera til staðar innan vinnustaðarins. Mikilvægt sé að horfa á auknar sjálfbærnikröfur sem tækifæri til vaxtar í framtíðinni og ný tækifæri. „Sjáfbærni snýst um að skapa jafnvægi þar sem fyrirtæki þrífast með því að bæta lífsgæði fólks og vernda jörðina. Þessi nálgun ýtir ekki aðeins undir nýsköpun og vöxt heldur tryggir einnig að fyrirtæki starfi í takt við væntingar og hafi seiglu til að standast samkeppni á alþjóðlegum markaði í sífelldri þróun.“ Sjálfbærni Stjórnun Mannauðsmál Umhverfismál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Heimurinn er að breytast og fyrirtæki þurfa að gera sig klár fyrir framtíðina ef þau ætla að ná árangri. Viðskiptavinir gera nú kröfur um meiri sjálfbærni, starfsfólk gerir öðruvísi kröfur og regluverk alls staðar í heiminum er að endurspegla þessar kröfur,“ segir Ketill og vísar meðal annars í nýja reglugerð Evrópusambandsins sem felur meðal annars í sér að stór fyrirtæki þurfa að sýna árangur sinn í sjálfbærni með mælanlegum hætti í árskýrslum sínum. En þótt reglugerðin nái aðeins til stærri fyrirtækja, þýðir það þó ekki að önnur og smærri fyrirtæki séu undanskilin þeim breytingum sem boðaðar eru. Þvert á móti, skiptir máli fyrir öll fyrirtæki að átta sig á því um hvað málið snýst. Því smærri fyrirtæki vilja viðskipti við stærri fyrirtæki og koll af kolli. Á endanum er atvinnulífið ein og sama hringrásin. Í dag og næstu vikur ætlum við að fræðast aðeins meira um sjálfbærnina og hvaða þýðingu hún hefur í raun. Því um hvað snýst hún ef hún snýst ekki bara um umhverfismálin? Sjálfbærni og fólk Ketill segir að í raun hafi heimsfaraldurinn gefið nokkuð gott dæmi um hvernig sjálfbærni í fyrirtækjum snýst á að miklu leyti um fólk. „Fyrirtæki sem fjárfestu í velsæld starfsmanna sinna, buðu sveigjanleg vinnuskilyrði og héldu uppi gagnsæjum samskiptum sigldu í gegnum kreppuna á skilvirkari hátt. Þessi nálgun bætti ekki aðeins starfsanda heldur styrktu einnig tryggð, nýsköpun og framleiðni,“ nefnir Ketill sem dæmi. Þetta hafi sýnt og sannað að sjálfbærir starfshættir eru í raun óaðskiljanlegur þáttur í þeirri seiglu sem til þarf til að ná langtímaárangri. Áskoranirnar eru þó margar og ólíkar. Enda þurfi að horfa til svo margra ólíkra þátta og hópa. „Leiðtogar þurfa að hlúa að menningu í fyrirtækinu, skapa mannvænt vinnuumhverfi starfsfólks, gera kröfur til birgja og undirverktaka, tryggja öryggi viðskiptavina, styðja við samfélög þar sem fyrirtækið starfar og viðhafa siðferðileg vinnubrögð í viðskiptum.“ Í ofanálag er ekki lengur nóg að horfa til þess hver afkoma eða hagnaður fyrirtækja er. Í dag er árangur fyrirtækja ekki einungis mældur með fjárhagslegum hagnaði heldur líka hvernig áhrif þau hafa á jörðina og fólk.“ Verkefni fyrirtækja snúist hins vegar um að ná jafnvægi á milli hagnaðarsjónarmiða í rekstri og þess að fólk og náttúran njóti góðs af. „Að huga að mannlegu hlið sjálfbærni í fyrirtækjum er bæði siðferðilega rétt og það eykur seiglu og árangur fyrirtækja.“ Ketill segir ekki nóg í dag að horfa til fjárhagslegs hagnaðar fyrirtækja, í dag sé árangur fyrirtækja ekki síður metinn með tilliti til þess hvaða áhrif þau eru að hafa á jörðina og fólk. Hægt sé að horfa til nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins sem leiðarvísi frekar en kvöð.Vísir/Arnar Halldórsson Áhrifin á daglegt líf í starfi Allt er þetta nú gott og blessað. Ekki síst fyrir fræðimennskuna. En hvernig kemur þetta til með að breyta daglegu lífi fólks og vinnustaða? Jú, áhrifanna mun gæta nánast alls staðar. Því að sögn Ketils, þurfa fyrirtæki nú að endurskoða þær grunnforsendur sem reksturinn hefur starfað á til þessa og starfsfólk að breyta verklagi sömuleiðis, þannig að niðurstaðan leiði alltaf til aukinnar sjálfbærni. Þetta þýðir að hvert einasta fyrirtæki þarf í raun að endurmeta framtíðarsýn sína Þar segir Ketill tilvalið fyrir fyrirtæki að horfa til nýrra sjálfbærnistefnu Evrópusambandsins sem leiðbeinandi, en ekki kvöð. „Fyrirtæki geta litið á þessar kröfur sem íþyngjandi kvaðir eða ákveðið að aðlaga reksturinn fljótt svo fyrirtækin verði umhverfisvænni og mannlegri,“ segir Ketill og bendir líka á að markmið sjálfbærnistefnu Evrópusambandsins snúist í raun um að gera evrópsk fyrirtæki samkeppnishæfari fyrir framtíðina. Og í þessari rýnivinnu, þarf allt að endurskoðast. Til dæmis mannauðsstefna fyrirtækisins. „Sjálfbær mannauðsstefna felur í sér að upplýsa starfsfólk um tilgang og framtíðarsýn, hlusta vel á þarfir þeirra, stuðla að fjölbreytileika og þátttöku í teymum og tryggja sanngjörn vinnubrögð.“ Það sama á við þegar erfiðleikar steðja að. Framvegis þarf að beita nýrri taktík. Það gengur á ýmsu í rekstri fyrirtækja og það er ekki alltaf sól. Leiðtogar sem tileinka sér gagnsæi og ábyrgð og efla menningu þar sem siðferðileg hegðun er norm frekar en undantekning, uppskera traust og skilning starfsfólks.“ Ketill segir að með áherslu á mannlega sjálfbærni, gerist það nánast ósjálfrátt að fyrirtækið eykur á sína eigin velgengni. „Því hjá fyrirtækjum starfar fólk sem getur og vill takast á við flóknar áskoranir því þar ríkir menning samkenndar, samtakamáttar, sanngirnis, umburðarlyndis, nýsköpunar og seiglu,“ nefnir Ketill sem dæmi um lykilorð sem þurfa að vera til staðar innan vinnustaðarins. Mikilvægt sé að horfa á auknar sjálfbærnikröfur sem tækifæri til vaxtar í framtíðinni og ný tækifæri. „Sjáfbærni snýst um að skapa jafnvægi þar sem fyrirtæki þrífast með því að bæta lífsgæði fólks og vernda jörðina. Þessi nálgun ýtir ekki aðeins undir nýsköpun og vöxt heldur tryggir einnig að fyrirtæki starfi í takt við væntingar og hafi seiglu til að standast samkeppni á alþjóðlegum markaði í sífelldri þróun.“
Sjálfbærni Stjórnun Mannauðsmál Umhverfismál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01
Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44
Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01