Innlent

Hættu­stig al­manna­varna og sögu­legt á­varp Netanjahú

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld. vísir

Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpar Bandaríska þingið í von um að tryggja áframhaldandi stuðning við stríðsreksturs Ísraelshers.

Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi.

Þá verður rætt við lögreglu um falska aðganga sem stofnaðir eru í þeirra nafni, skellum okkur á Flúðir þar sem íbúar frá Eþíópíu blása til veislu og verðum í beinni útsendingu frá setningu ReyCup mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×