Innlent

Lög­­reglu­bíll og pall­bíll senni­lega ó­­nýtir eftir harðan á­­rekstur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hinn bíllinn lítur ekki vel út.
Hinn bíllinn lítur ekki vel út. Vísir

Harður árekstur varð þegar bifreið var ekið á lögreglubifreið í forgangsakstri við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í kvöld.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír eru slasaðir, tveir lögreglumenn og almennur borgari. Klippa þurfti annan lögreglumanninn úr bifreiðinni.

Allir þrír voru fluttir á Landspítalann til skoðunar. Við fyrstu skoðun virðist enginn alvarlega slasaður.

Báðar bifreiðarnar voru dregnar af vettvangi, og eru sennilega báðar ónýtar segir Unnar. Þetta hafi verið mjög harður árekstur.

Hann segir að lögreglubifreiðin hafi verið í forgangsakstri á leið í annað útkall þegar slysið varð.

Klippa þurfti annan lögreglumanninn úr bílnum.Vísir
Slysið varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Báðir bílar voru dregnir af vettvangi.Vísir
Húddið er í skralli.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×