Þórarinn selur ekki sinn hlut í Búsæld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 16:32 Þórarinn Ingi og kona hans eiga um 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á um 43 prósenta hlut í Kjarnafæði Norðlenska. Vísir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska. RÚV greindi frá þessu í dag. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði Norðlenska. Saman áttu þeir um 56 prósenta hlut í fyrirtækinu. Búsæld ehf., félag í eigu um 460 bænda, á ríflega 43 prósenta hlut í Kjarnafæði Norðlenska, og mun hver fyrir sig ákveða hvort hann selji sinn hlut. Þórarinn Ingi og kona hans eiga um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld, sem verðmetinn er á tæpar þrjár milljónir, en hefði getað verið seldur á um sex og hálfa milljón. Þau ætla ekki að selja sinn hlut. Samvinnustefnan lifir Hann segir að það hafi aldrei verið tilgangur í því hjá þeim hjónum að selja sinn hlut. „Þannig á meðan ég er í þessum bissness, landbúnaði, finnst mér eðlilegt ef ég get átt hlutinn að ég eigi hann bara. Og þar sem ég er nú samvinnumaður, þá ætlum við ekki að láta þetta frá okkur, “ segir Þórarinn. Kaupfélag Skagfirðinga sé samvinnufélag, og kaupin séu í góðum takti við það. „Þannig okkur finnst bara ágætt að eiga okkar hlut í því,“ segir Þórarinn. Kaup KS á Kjarnafæði voru gerð á grundvelli nýrra laga sem unnin voru í atvinnuveganefnd, sem veita kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Markmið og tilgangur laganna er að greiða fyrir hagræðingu í rekstri kjötafurðarstöðva, en Samkeppniseftirlitið segir alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga hafi verið tekið úr sambandi. Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
RÚV greindi frá þessu í dag. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði Norðlenska. Saman áttu þeir um 56 prósenta hlut í fyrirtækinu. Búsæld ehf., félag í eigu um 460 bænda, á ríflega 43 prósenta hlut í Kjarnafæði Norðlenska, og mun hver fyrir sig ákveða hvort hann selji sinn hlut. Þórarinn Ingi og kona hans eiga um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld, sem verðmetinn er á tæpar þrjár milljónir, en hefði getað verið seldur á um sex og hálfa milljón. Þau ætla ekki að selja sinn hlut. Samvinnustefnan lifir Hann segir að það hafi aldrei verið tilgangur í því hjá þeim hjónum að selja sinn hlut. „Þannig á meðan ég er í þessum bissness, landbúnaði, finnst mér eðlilegt ef ég get átt hlutinn að ég eigi hann bara. Og þar sem ég er nú samvinnumaður, þá ætlum við ekki að láta þetta frá okkur, “ segir Þórarinn. Kaupfélag Skagfirðinga sé samvinnufélag, og kaupin séu í góðum takti við það. „Þannig okkur finnst bara ágætt að eiga okkar hlut í því,“ segir Þórarinn. Kaup KS á Kjarnafæði voru gerð á grundvelli nýrra laga sem unnin voru í atvinnuveganefnd, sem veita kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Markmið og tilgangur laganna er að greiða fyrir hagræðingu í rekstri kjötafurðarstöðva, en Samkeppniseftirlitið segir alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga hafi verið tekið úr sambandi.
Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57