Bless Barkley, Shaq og félagar: TNT stöðin missir NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 10:00 Shaquille O'Neal, Ernie Johnson, Kenny Smith og Charles Barkley hafa farið lengi á kostum í Inside the NBA þáttunum á TNT. TNT Sports NBA deildin í körfubolta ætlar að segja skilið við margra áratuga samstarf sitt við TNT sjónvarpsstöðina en þetta varð endanlega ljóst þegar gengið var frá sjónvarpssamningum við Disney, NBC og Amazon Prime Video í gær. Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NBA Fjölmiðlar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NBA Fjölmiðlar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira