Innherji

Marel lækkar enn af­komu­spána vegna ó­vissu og krefjandi rekstrar­um­hverfis

Hörður Ægisson skrifar
Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, segir að til lengri tíma litið og eftir því sem horfur fara batnandi, sé hann sannfærður um að leiðandi staða Marel á þeim vaxtarmörkuðum sem félagið starfar muni tryggja að markmið um meira en 14 prósenta rekstrarframlegð muni nást.
Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, segir að til lengri tíma litið og eftir því sem horfur fara batnandi, sé hann sannfærður um að leiðandi staða Marel á þeim vaxtarmörkuðum sem félagið starfar muni tryggja að markmið um meira en 14 prósenta rekstrarframlegð muni nást. Marel

Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.


Tengdar fréttir

Mar­el mun greið­a JP Morg­an yfir þrjá millj­arð­a vegn­a sam­run­a við JBT

Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags.

Nýtt verð­mat Mar­els nokkr­u lægr­a en yf­ir­tök­u­til­boð JBT

Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.

Telur JBT vera eitt þeirra fé­laga sem „passar best“ til að sam­einast Marel

Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir  félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×