Uppgjörið: Stjarnan-Paide 2-1| Evrópu Emil afgreiddi Eistana Dagur Lárusson skrifar 25. júlí 2024 18:15 Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024 Stjarnan vann öruggan sigur í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og mætti eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld þar sem Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri. Stjörnumenn byrjuðu leikinn mjög vel og sköpuð sér nokkur hálf færi fyrsta stundafjórðunginn en eftir það fóru stóru færin að láta sjá sig. Emil Atlason var sífellt að ógna og náði hann að skora á 24. mínútu. Þá tók Helgi Fróði hornspyrnu á nærsvæðið þar sem Emil mætti fyrstur og stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en í byrjun seinni hálfleiks náðu gestirnir að jafna metin. Það gerðist á 55. mínútu en þá fékk Örvar Logi boltann í hendina innan teigs og því gat dómarinn gert lítið annað en að benda á punktinn, sem hann gerði. Á punktinn steig Patrik Kristal sem skoraði af miklu öryggi en engin voru fagnaðarlætin úr stúkunni þar sem þar var engan stuðningsmann gestanna að finna. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og blésu til sóknar eftir þetta. Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, gerði þrefalda skiptingu þar sem Hilmar Árni Árnason, Jóhann Gunnarsson og Baldur Logi Guðlaugsson komu inn á og blésu þeir nýju lífi í sóknarleikinn. Það leið ekki á löngu þar til Stjarnan var komin með forystuna á ný en það gerðist á 73. mínútu þegar Heiðar Ægisson átti flotta fyrigjöf inn á teig, beint á Emil Atlason sem tók við boltanum og í sömu hreyfingu náði hann að snúa á varnarmanninn áður en hann kom boltanum í netið. Frábært mark hjá Emil en þetta var hans fimmta mark í Sambandsdeildinni í sumar. Fleiri urðu mörkin ekki í Garðabænum og því fara Stjörnumenn með 2-1 forystu í seinni leikinn sem fer fram eftir viku. Atvik leiksins Það er án efa þegar Emil Atlason skoraði annað mark sitt. Þvílíkir taktar hjá alvöru framherja sem er heldur betur að láta að sér kveða í Evrópu. Nafn hans var sungið hástöfum í stúkunni eftir á og er ljóst að Garðbæingar elska Emil. Stjörnur og skúrkar Emil Atlason stelur að sjálfsögðu fyrirsögnunum og á hann það skilið. En það voru samt sem áður fleiri sem spiluðu vel á vellinum og má þar til dæmis nefna Róbert Frosta og Patrik Kristal sem var án efa besti leikmaður gestanna. Hvað skúrka varðar er erfitt að segja til um hverjir koma þar til greina. Dómararnir Dómarinn virtist dæma leikinn frekar vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum dæmdi hann oft athyglisverða dóma. Hann dæmdi til dæmis brot á Emil Atlason í aðdraganda marks sem Hilmar Árni skoraði undir lokin en hann vildi meina að Emil hafi brotið á varnarmanni áður en Hilmar skoraði. Síðan átti Stjarnan einnig að fá vítaspyrnu í blálokin en dómarinn vildi ekki hlusta á það. Stemningin og umgjörðin Stemningin og umgjörðin var algjörlega til fyrirmyndar í Garðabænum. Stuðningsmenn létu vel í sér heyra og það var meira að segja tekið Víkingaklappið í stúkunni. Umgjörðin var frábær og var það ljóst að Stjarnan vildi standa sig vel í uppfylla allt og standa við allar reglur frá UEFA. Emil Atlason: Hefðum getað skorað fleiri mörk Emil Atlason mundaði skotfótinnvísir / pawel „Jú mér líður mjög vel í Evrópu. Það er gaman að geta unnið og gaman að geta skorað og þessi sigur er gott veganesti í næsta leik,“ byrjaði Emil Atlason, leikmaður Stjörnunnar að segja eftir leik. „Þeir eru með rosalega gott lið og við sáum það bara núna að þeir eru vel spilandi vel og geta haldið boltanum. En við vorum flottir í dag þrátt fyrir það að við hefðum getað nýtt okkar stöður kannski aðeins betur, en flottur 2-1 sigur,“ hélt Emil áfram að segja. Emil vildi ekki meina að gestirnir hafi komið þeim neitt á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við vissum alveg að þetta væri gott lið en aftur á móti þá náðu þeir ekki að skapa mikið af færum á okkur því við vörðumst vel sem lið. Einu vonbrigðin myndi ég segja er að hafa ekki skorað fleiri mörk. Við áttum auðvitað að fá víti og síðan var dæmt mark af okkur sem átti að vera mark.“ „Dómarinn sagði við mig að hann hafi dæmt því ég hafi verið að hindra varnarmanninn áður en Hilmar skoraði en það er bara ekki rétt,“ endaði Emil Atlason að segja. Jökull Elísabetarson: Nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Haaland Jökull Elísabetarson, þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel „Það var margt gott og þá sérstaklega eftir að við við hækkuðum tempóið í okkar leik,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við hækkuðum tempóið um miðjan seinni hálfleikinn þar sem við náðum að stíga vel upp með mönnunum sem komu inn á og gerðu frábærlega og ýtti liðinu okkar upp aftur,“ hélt Jökull áfram að segja. „Mér fannst leikurinn bara fínn en auðvitað er það svekkjandi að fara ekki með tveggja marka forskot í seinni leikinn þegar mér fannst við vinna fyrir því.“ Jökull talaði aðeins um mótherjana. „Þeir komu mér ekki mikið á óvart. Ég átti samt von á því að þeir yrðu aðeins sterkari og þeir urðu þreyttari í lokin en ég átti von á. En svona fyrir utan það þá komu þeir mér ekki á óvart, við vorum búnir að skoða þá mjög vel.“ Jökull var síðan spurður út í Emil Atlason sem hefur farið á kostum fyrir Stjörnuna í Sambandsdeildinni. „Hann er bara frábær. Í byrjun móts þá var einhver umræða um það að hann væri ekki í standi sem einfaldlega ekki rétt. Hann var einn heitasti leikmaður í deildinni í fyrra og liðin heima fyrir þurftu að hafa mikið fyrir honum. Arnar Gunnlaugs talaði um það að Víkingur hefðu þurft að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Erling Haaland, þannig það segir sitt,“ endaði Jökull á að segja. Sambandsdeild Evrópu
Stjarnan vann öruggan sigur í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og mætti eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld þar sem Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri. Stjörnumenn byrjuðu leikinn mjög vel og sköpuð sér nokkur hálf færi fyrsta stundafjórðunginn en eftir það fóru stóru færin að láta sjá sig. Emil Atlason var sífellt að ógna og náði hann að skora á 24. mínútu. Þá tók Helgi Fróði hornspyrnu á nærsvæðið þar sem Emil mætti fyrstur og stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en í byrjun seinni hálfleiks náðu gestirnir að jafna metin. Það gerðist á 55. mínútu en þá fékk Örvar Logi boltann í hendina innan teigs og því gat dómarinn gert lítið annað en að benda á punktinn, sem hann gerði. Á punktinn steig Patrik Kristal sem skoraði af miklu öryggi en engin voru fagnaðarlætin úr stúkunni þar sem þar var engan stuðningsmann gestanna að finna. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og blésu til sóknar eftir þetta. Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, gerði þrefalda skiptingu þar sem Hilmar Árni Árnason, Jóhann Gunnarsson og Baldur Logi Guðlaugsson komu inn á og blésu þeir nýju lífi í sóknarleikinn. Það leið ekki á löngu þar til Stjarnan var komin með forystuna á ný en það gerðist á 73. mínútu þegar Heiðar Ægisson átti flotta fyrigjöf inn á teig, beint á Emil Atlason sem tók við boltanum og í sömu hreyfingu náði hann að snúa á varnarmanninn áður en hann kom boltanum í netið. Frábært mark hjá Emil en þetta var hans fimmta mark í Sambandsdeildinni í sumar. Fleiri urðu mörkin ekki í Garðabænum og því fara Stjörnumenn með 2-1 forystu í seinni leikinn sem fer fram eftir viku. Atvik leiksins Það er án efa þegar Emil Atlason skoraði annað mark sitt. Þvílíkir taktar hjá alvöru framherja sem er heldur betur að láta að sér kveða í Evrópu. Nafn hans var sungið hástöfum í stúkunni eftir á og er ljóst að Garðbæingar elska Emil. Stjörnur og skúrkar Emil Atlason stelur að sjálfsögðu fyrirsögnunum og á hann það skilið. En það voru samt sem áður fleiri sem spiluðu vel á vellinum og má þar til dæmis nefna Róbert Frosta og Patrik Kristal sem var án efa besti leikmaður gestanna. Hvað skúrka varðar er erfitt að segja til um hverjir koma þar til greina. Dómararnir Dómarinn virtist dæma leikinn frekar vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum dæmdi hann oft athyglisverða dóma. Hann dæmdi til dæmis brot á Emil Atlason í aðdraganda marks sem Hilmar Árni skoraði undir lokin en hann vildi meina að Emil hafi brotið á varnarmanni áður en Hilmar skoraði. Síðan átti Stjarnan einnig að fá vítaspyrnu í blálokin en dómarinn vildi ekki hlusta á það. Stemningin og umgjörðin Stemningin og umgjörðin var algjörlega til fyrirmyndar í Garðabænum. Stuðningsmenn létu vel í sér heyra og það var meira að segja tekið Víkingaklappið í stúkunni. Umgjörðin var frábær og var það ljóst að Stjarnan vildi standa sig vel í uppfylla allt og standa við allar reglur frá UEFA. Emil Atlason: Hefðum getað skorað fleiri mörk Emil Atlason mundaði skotfótinnvísir / pawel „Jú mér líður mjög vel í Evrópu. Það er gaman að geta unnið og gaman að geta skorað og þessi sigur er gott veganesti í næsta leik,“ byrjaði Emil Atlason, leikmaður Stjörnunnar að segja eftir leik. „Þeir eru með rosalega gott lið og við sáum það bara núna að þeir eru vel spilandi vel og geta haldið boltanum. En við vorum flottir í dag þrátt fyrir það að við hefðum getað nýtt okkar stöður kannski aðeins betur, en flottur 2-1 sigur,“ hélt Emil áfram að segja. Emil vildi ekki meina að gestirnir hafi komið þeim neitt á óvart. „Nei í rauninni ekki. Við vissum alveg að þetta væri gott lið en aftur á móti þá náðu þeir ekki að skapa mikið af færum á okkur því við vörðumst vel sem lið. Einu vonbrigðin myndi ég segja er að hafa ekki skorað fleiri mörk. Við áttum auðvitað að fá víti og síðan var dæmt mark af okkur sem átti að vera mark.“ „Dómarinn sagði við mig að hann hafi dæmt því ég hafi verið að hindra varnarmanninn áður en Hilmar skoraði en það er bara ekki rétt,“ endaði Emil Atlason að segja. Jökull Elísabetarson: Nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Haaland Jökull Elísabetarson, þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel „Það var margt gott og þá sérstaklega eftir að við við hækkuðum tempóið í okkar leik,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við hækkuðum tempóið um miðjan seinni hálfleikinn þar sem við náðum að stíga vel upp með mönnunum sem komu inn á og gerðu frábærlega og ýtti liðinu okkar upp aftur,“ hélt Jökull áfram að segja. „Mér fannst leikurinn bara fínn en auðvitað er það svekkjandi að fara ekki með tveggja marka forskot í seinni leikinn þegar mér fannst við vinna fyrir því.“ Jökull talaði aðeins um mótherjana. „Þeir komu mér ekki mikið á óvart. Ég átti samt von á því að þeir yrðu aðeins sterkari og þeir urðu þreyttari í lokin en ég átti von á. En svona fyrir utan það þá komu þeir mér ekki á óvart, við vorum búnir að skoða þá mjög vel.“ Jökull var síðan spurður út í Emil Atlason sem hefur farið á kostum fyrir Stjörnuna í Sambandsdeildinni. „Hann er bara frábær. Í byrjun móts þá var einhver umræða um það að hann væri ekki í standi sem einfaldlega ekki rétt. Hann var einn heitasti leikmaður í deildinni í fyrra og liðin heima fyrir þurftu að hafa mikið fyrir honum. Arnar Gunnlaugs talaði um það að Víkingur hefðu þurft að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Erling Haaland, þannig það segir sitt,“ endaði Jökull á að segja.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“