Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 14:00 Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Samsett mynd Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“ Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“
Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti