Fótbolti

Skosk yfir­taka í mið­borg Reykja­víkur

Aron Guðmundsson skrifar
Stuðningsmenn skoska liðsins St. Mirren voru í banastuði á Dubliners í miðborg Reykjavíkur í dag. Framundan leikur gegn Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Einn stuðningsmaður hafði farið á Bæjarins Bestu og keypt hvorki meira né minna en þrjár pulsur til að gæða sér á.
Stuðningsmenn skoska liðsins St. Mirren voru í banastuði á Dubliners í miðborg Reykjavíkur í dag. Framundan leikur gegn Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Einn stuðningsmaður hafði farið á Bæjarins Bestu og keypt hvorki meira né minna en þrjár pulsur til að gæða sér á. Vísir

Ó­hætt er að segja að skoska úr­vals­deildar­fé­lagið St. Mir­ren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðar­enda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.um­ferð í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu í fót­bolta. Stuðnings­menn skoska liðsins hafa fjöl­mennt til Reykja­víkur og sett sinn svip á mann­lífið þar í dag.

Um risastóra stund er að ræða fyrir St. Mirren og stuðningsmenn liðsins. Þetta er í fyrsta sinn í tæpa fjóra áratugi sem liðið á sæti í Evrópukeppni í fótbolta. 

Nokkur hundruð Skotar eru mættir hingað til lands fyrir leik kvöldsins og hefur mannskapurinn keyrt upp stemninguna á Dubliners í miðborg Reykjavíkur í dag. 

Þegar að íþróttadeild Vísis bar þar að garði í dag var stemningin mikil og ljóst að stuðningsmenn St. Mirren hefðu geta verið mun fleiri. Jafnvel vel á eitt þúsund í fjölda. Takmarkað sætaframboð á N1 vellinum sér hins vegar til þess að  svo verður ekki. 

Hér fyrir neðan má sjá stemninguna hjá stuðningsmönnum St. Mirren á Dubliners í miðborg Reykjavíkur í dag:

Klippa: Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur

Leikur Vals og St. Mirren verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst hann klukkan korter í sjö. Um risastórt Evrópukvöld er að ræða á Íslandi þar sem að fjögur Bestu deildar lið eiga heimaleik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

  • Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí
  • 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5)

  • 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport)
  • 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1)
  • 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)

Tengdar fréttir

Hjarta Guð­­mundar slær með St. Mir­ren: Mæta Val í kvöld

Þrátt fyrir að hjarta fyrr­verandi lands­liðs­mannsins í knatt­spyrnu, Guð­mundar Torfa­sonar, slái með skoska liðinu St. Mir­ren er erfitt fyrir hann halda ekki með ís­lenskri knatt­spyrnu í kvöld þegar að Vals­menn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.um­ferð Sam­bands­deildar Evrópu.

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×