Lokatölur urðu 0-3 Dönunum í vil en heimamenn náðu ekki einu skoti á rammann í leiknum og voru lítið með boltann. FC Bruno's Magpies eru sagðir spila agaðan varnarleik og það kom mögulega í veg fyrir að mörkin yrðu enn fleiri í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson lagði upp fyrsta og síðasta mark FCK í kvöld og verður að teljast ansi líklegt að þessi sigur fleyti liðinu langleiðina áfram í næstu umferð en seinni leikur liðanna fer fram í Kaupamannahöfn 1. ágúst.
Lið FC Bruno's Magpies er frá Gíbraltar en aðeins búa rúmlega 30.000 manns á höfðanum. Saga liðsins er ansi skrautleg eins og má lesa í umfjöll Vísis frá því fyrr í dag hér að neðan.