Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2024 06:48 Harris virðist mögulega ætla að verða harðari gagnvart Netanyahu en Biden hefur verið. Getty/Andrew Harnik Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. Ummælin lét Harris falla eftir fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. „Það sem hefur átt sér stað í Gasa á síðustu níu mánuðum er hörmulegt,“ sagði Harris eftir fundinn. „Myndir af látnum börnum og örvæntingafullu hungruðu fólki að flýja og leita skjóls, stundum í annað, þriðja eða fjórða sinn.“ .@VP @kamalaharris' full statement here. A welcomed shift. We all look forward to action. “What has happened in Gaza over the past nine months is devastating,” said Harris. “We cannot look away in the face of these tragedies. We cannot allow ourselves to become numb to the… pic.twitter.com/Z33zrpEUIH— Mark Ruffalo (@MarkRuffalo) July 26, 2024 Harris sagði Ísrael eiga rétt á því að verja sig og fordæmdi Hamas sem grimmileg hryðjuverkasamtök sem hefðu valdið átökunum og framið skelfilegt kynferðisofbeldi. Það skipti hins vegar máli hvernig Ísrael gripi til varna. „Við megum ekki líta undan þegar kemur að þessum harmleikjum. Við megum ekki leyfa okkur að verða dofin gagnvart þjáningunni og ég mun ekki þegja.“ Harris kallaði eftir stofnun Palestínuríkis og sagðist hafa ítrekað við Netanyahu að það væri kominn tími til að ná samkomulagi um vopnahlé. Netanyahu fundaði einnig með Biden í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu í smáatriðum um mögulegt samkomulag um vopnahlé og fangaskipti. Biden ítrekaði einnig þörfin á því að stuðla að varanlegum frið á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ummælin lét Harris falla eftir fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. „Það sem hefur átt sér stað í Gasa á síðustu níu mánuðum er hörmulegt,“ sagði Harris eftir fundinn. „Myndir af látnum börnum og örvæntingafullu hungruðu fólki að flýja og leita skjóls, stundum í annað, þriðja eða fjórða sinn.“ .@VP @kamalaharris' full statement here. A welcomed shift. We all look forward to action. “What has happened in Gaza over the past nine months is devastating,” said Harris. “We cannot look away in the face of these tragedies. We cannot allow ourselves to become numb to the… pic.twitter.com/Z33zrpEUIH— Mark Ruffalo (@MarkRuffalo) July 26, 2024 Harris sagði Ísrael eiga rétt á því að verja sig og fordæmdi Hamas sem grimmileg hryðjuverkasamtök sem hefðu valdið átökunum og framið skelfilegt kynferðisofbeldi. Það skipti hins vegar máli hvernig Ísrael gripi til varna. „Við megum ekki líta undan þegar kemur að þessum harmleikjum. Við megum ekki leyfa okkur að verða dofin gagnvart þjáningunni og ég mun ekki þegja.“ Harris kallaði eftir stofnun Palestínuríkis og sagðist hafa ítrekað við Netanyahu að það væri kominn tími til að ná samkomulagi um vopnahlé. Netanyahu fundaði einnig með Biden í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu í smáatriðum um mögulegt samkomulag um vopnahlé og fangaskipti. Biden ítrekaði einnig þörfin á því að stuðla að varanlegum frið á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira