Innherji

Telur „alls ekki“ að flug­far­gjöld Play á heima­markaðinum séu ó­sjálf­bær

Hörður Ægisson skrifar
Lausafjárstaða Play nam 51,4 milljónum dala um mitt þetta ár – inn í þeirri fjárhæð er ríflega tíu milljónir dala á bundnum reikningum – en félagið sótti nýtt hlutafé upp á nærri 32 milljónir dala síðastliðinn marsmánuð. Forstjóri Play segir stöðu félagsins vera trausta.
Lausafjárstaða Play nam 51,4 milljónum dala um mitt þetta ár – inn í þeirri fjárhæð er ríflega tíu milljónir dala á bundnum reikningum – en félagið sótti nýtt hlutafé upp á nærri 32 milljónir dala síðastliðinn marsmánuð. Forstjóri Play segir stöðu félagsins vera trausta. Vísir/Vilhelm

Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.


Tengdar fréttir

„Sterk stuðnings­yfir­lýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða

Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði.

Mælir með kaupum í Play og telur út­boðs­gengið „vel undir“ sann­gjörnu virði

Virðismatsgengi Play, sem vinnur núna að því að klára að lágmarki fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu, er rúmlega tvöfalt hærra en útboðsgengið, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Talið er að Play muni skila lítillegum rekstrarhagnaði á þessu ári og það náist jafnvægi milli einingatekna- og kostnaðar í rekstri flugfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×