Innlent

Fíkni­efni á samfélagsmiðlum og bíla­kaup verðandi for­seta

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30. vísir

Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit.

Við ræðum við stjórnsýslufræðing í beinni útsendingu í myndveri um bílakaup Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta, og sérstakan gestalista á innsetningarathöfn Höllu.

Verðlag í matvöruverslunum heldur áfram að hækka hér á landi og hefur nú hækkað um 9,2 prósent á ársgrundvelli. Neytendur sem gáfu sig á tal við fréttastofu segjast þurfa að hugsa um hverja krónu og að það komi lítið á óvart að ferðamenn veigri sér við að koma til landsins.

Þá fjöllum við um ólöglegar veðmálasíður, sýnum frá umfangsmiklum gróðureldum í Kanada og sjáum bálhýsi sem er í byggingu á Borg í Grímsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×