Westbrook var á dögunum skipt til Utah Jazz frá LA Clippers en var leystur undan samningi nánast samstundis. Nuggets verður sjötta liðið sem Westbrook leikur með á ferlinum.
Former NBA MVP Russell Westbrook is signing a two-year, $6.8 million contract with the Denver Nuggets, sources tell @TheAthletic @Stadium. Deal has a player option for 2025-26 season. pic.twitter.com/nZeK3ZZsvT
— Shams Charania (@ShamsCharania) July 26, 2024
Hjá Nuggets hittir Westbrook fyrir einn besta leikmann NBA deildarinnar, Nikola Jokic, sem leiddi liðið til síns fyrsta meistaratitils árið 2023. Liðið datt út í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í ár þegar liðið tapaði í sjö leikja seríu gegn Minnesota Timberwolves.
Westbrook var á sínum sokkabandsárum einn öflugasti leikmaður deildarinnar en tímabilin 2015-16 og 2016-17 var hann að meðaltali með þrefalda tvennu og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur afrekað það.
Töluvert hefur þó hægst á Westbrook nú þegar ferilinn siglir inn í sólarlagið og má passlega reikna með að hann muni taka að sér aukahlutverk af bekknum hjá Nuggets.