Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Þar sagðist hann ánægður með þá tvo leikmenn sem þegar hafa gengið til liðs við United en liðið þyrfti að ná hinum liðunum og stækka hópinn. Hinir hæfustu myndu komast af á komandi tímabili.
🗣️ "When everyone is fit, we have a squad capable of beating anyone"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 26, 2024
Erik ten Hag says he wants as 'strong a squad as possible' when questioned if Manchester United would be signing any more players 🔴 pic.twitter.com/maBXFZrTAt
United hafa eins og áður sagði keypt tvo leikmenn fyrir komandi tímabil, miðvörðinn unga Leny Yoro og framherjann Joshua Zirkzee. Líkt og svo oft áður en liðið orðað við marga leikmenn. Einn af þeim er Jarrad Branthwaite, varnarmaður Everton, en verðmiðinn sem þeir bláu hafa sett á Branthwaite í kringum 70-80 milljónir punda.
Þá er félagið einnig í viðræðum við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 30. ágúst svo að það eru fimm vikur til stefnu fyrir United til að stækka hópinn.