Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 17:10 Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson flugu yfir svæðið í dag. Sveinbjörn Darri Matthíasson Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Sjá meira
Rafleiðni hefur mælst óvenjuhá í ánni Skálm og vatn flæðir yfir þjóðveginn. Hætta getur verið nálægt jökulsporðunum þar sem jökulvatn geisar út og getur þessu fylgt gasmengun sem getur skapað hættu fyrir fólk í lægðum nálægt jökulsporðunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þjóðveginum hefur verið lokað við Höfðabrekku í Mýrdal að Meðallandsvegi í austri. Einnig eru Hrífunesvegur og Öldufellsleið lokuð. Þá hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur tekið ákvörðun um að svæðið við Sólheimajökul verði rýmt. Vatn hefur víða flætt yfir vegi á svæðinu.Sveinbjörn Darri Matthíasson „Þetta er jökulflóð og það er óvissustig í gangi og við erum að ná utan um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Lokanir séu við Skaftártungu og Vík í Mýrdal og fólk á svæðinu eigi að koma sér út af svæðinu þar á milli sem fyrst. „Ekki vera að fara inn á svæðið til að skoða, það er ekkert til að sjá eins og er. Við erum með lokanir þarna það langt frá.” Jón Gunnar segir óljóst hvort brúin yfir ánna Skálm sem flæðir nú yfir bakka sína austan Mýrdalsjökuls sé í hættu. Ekki náð hámarki við þjóðveginn Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm á öðrum tímanum í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið sé stórt, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum sem Veðurstofan fékk frá flugmanni kemur hlaupvatn undan Sandfellsjökli eins og staðan er núna og fer niður í farveg Skálmar. Miðað við þær myndir virðist hlaupið hafa náð hámarksrennsli við jökulsporðinn. Hlaupið eigi þó enn eftir að ná hámarki við þjóðveg 1.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46 Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Sjá meira
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Laufskálavörðu, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27. júlí 2024 14:46
Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27. júlí 2024 12:28