Innlent

Hlaupið minnkað veru­lega en jökullinn skelfur enn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Jökulhlaupið olli miklum skemmdum á hringveginum.
Jökulhlaupið olli miklum skemmdum á hringveginum. Sveinbjörn Darri Matthíasson

Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup.

Þetta segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Farvegurinn hefur breyst eitthvað pínu, þannig það er kannski ekki alveg að marka það sem við sjáum á mælunum núna. Það er ennþá hlaupvatn í ánni en þetta er orðið miklu miklu minna,“ segir hann

Skjálftar hafa verið í vestanverðum jöklinum í nótt.

Mögulega tvö hlaup í gær

Hann segir að líklegt sé að það hafi verið tvö hlaup í gangi í gær, það hafi verið líka í Emstruá og yfir í Markarfljóti, en það hafi verið miklu minna.

„Þetta er ekki alveg búið, við getum ekki sagt það. Við erum ennþá að fylgjast vel með, bæði vestanmegin og við Sólheimajökul líka,“ segir Böðvar Sveinsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×