Íslenski boltinn

FH að festa kaup á fær­eyska fram­herjanum Pat­rik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Patrik Johannesen í leik með Blikum. 
Patrik Johannesen í leik með Blikum.  Vísir/Hulda Margrét

Patrik Johannesen er við það að ganga í raðir FH en þessi færeyski landsliðsmaður er í dag leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu. Þar segir að Patrik sé í leit að fleiri mínútum en þessi 28 ára gamli landsliðsmaður Færeyja hefur að mestu setið á bekknum í sumar. Hann var síðast í byrjunarliði Breiðabliks þann 6. júlí þegar Blikar mættu Vestra.

FH er í leit að framherja þar sem Úlfur Ágúst Björnsson er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann stundar nám við Duke-háskóla.

Fari svo að Patrik færi sig yfir í Hafnafjörðinn þá yrði það hans þriðja félag hér á landi. Hann gekk í raðir Keflavíkur árið 2022 og fór mikinn. Blikarnir keyptu hann í kjölfarið en hann sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil og hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið í ár.

Í frétt Fótbolti.net kemur fram að Blikar séu mögulega að búa til pláss fyrir Árna Vilhjálmsson sem sagður er á heimleið.

Breiðablik er í 2. sæti Bestu deildar karla að loknum 15 umferðum með 30 stig, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×