Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 20:31 Magnús Tumi ræddi jökulhlaupið og yfirstandandi jarðhræringatímabil hér á landi í Kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira