Innlent

Vatns­hæð lækkar á­fram en hlaupið ekki al­veg búið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd tekin úr flugi yfir hlaupinu sídegis í gær.
Mynd tekin úr flugi yfir hlaupinu sídegis í gær. Sveinbjörn Darri Matthíasson

Rafleiðni í Skálm minnkar enn hægt og rólega eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í gær. Óvissustig Almannavatna er enn í gildi á svæðinu. 

Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir rafleiðni þurfa að fara undir 200 míkrósímens á sentímetra til að jökulhlaupið geti talist yfirstaðið. 

Sem stendur mælist hún yfir 250 en á hápunkti jökulhlaupsins hafi rafleiðni mælst yfir þúsund míkrósímens á sentímetra. 

Elísabet segir jökulhlaupið áfram í rénum, vatnshæð í Skálm lækki en hægt og rólega. 

Opnað var fyrir umferð um eina akrein á hringveginum við Skálm á tíunda tímanum. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferð verði stýrt með ljósum yfir brúna í nótt. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×