Fékk 549.127 krónur í afslátt af bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 08:04 Myndin umdeilda, sem var fjarlægð eftir að málið rataði í fjölmiðla. Brimborg Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“. Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“ Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira