Erlent

Grunaður á­rásar­maður sau­tján ára gamall

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglumaður leggur blómvönd við vettvang árásarinnar í Southport.
Lögreglumaður leggur blómvönd við vettvang árásarinnar í Southport. Getty

Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Að minnsta kosti átta eru með stunguáverka eftir árásina sem var framin þar sem dans- og jóganámskeið fyrir börn fór fram.

Hin særðu voru flutt á þrjá mismunandi spítala, þar með talinn Alder Hey-barnaspítalann sem hefur í kjölfarið sent frá sér yfirlýsingu um að foreldrar ættu ekki að koma með sjúklinga á sjúkrahúsið að svo stöddu nema að málið sé mjög alvarlegt.

Lögreglan segist ekki rannsaka málið sem hryðjuverk. Þá hafi lögreglan ekki í hyggju að handtaka aðra vegna málsins að svo stöddu.

„Á þessu frumstigi málsins erum við enn að kanna hver ástæðan er fyrir þessum hræðilega atburði,“ hefur BBC eftir lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×