Orri Steinn í bréfaskiptum við framherja sem einnig vill gullskóinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2024 23:01 Orri Steinn og félagar fagna gegn AGF. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, reiknar með að hann og Conrad Harder, framherji Nordsjælland, verði í harðri baráttu um gullskó efstu deildar danska fótboltans. Þeir tveir hafa byrjað tímabilið af krafti og þegar átt í bréfaskiptum. Orri Steinn skoraði annan deildarleikinn í röð þegar FCK lagði AGF eftir að lenda tvívegis undir á heimavelli í gær, sunnudag. Lokatölur 3-2 en Orri Steinn skoraði annað mark sinna manna á 73. mínútu. Hann hefur nú skorað tvö mörk í tveimur leikjum og hefur sagt að plan sitt sé að berjast um gullskóinn þó hann taki bara einn leik í einu. Conrad Harder, framherji Nordsjælland, skoraði í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi meisturum Midtjylland á laugardaginn var. Eftir leik sagði Conrad hreinlega að markmiðið væri að skora fleiri mörk en Orri Steinn þar sem það myndi líklega þýða að gullskórinn væri hans. „Mér finnst það bara flott. Ég svaraði og sagði honum að ég hlakkaði til baráttunnar. Ég kann vel við Harder sem leikmann og hann er að standa sig vel,“ sagði Orri Steinn er hann var spurður út í ummæli Harder. Målscorer Orri: Parken har været savnet🗣️Óskarsson har fået en solid start på denne sæsons Superliga med to mål i de første to kampe. Hør fra vores islandske angriber lige efter sejren mod AGF her.https://t.co/STAU0X9VWV#fcklive #sldk— F.C. København (@FCKobenhavn) July 28, 2024 Harder er fæddur árið 2005 og því ári yngri en Orri Steinn sem framlengdi nýverið samning sinn við FCK eftir mikinn áhuga frá Girona á Spáni. Það verður áhugavert að sjá hvort þessir ungu framherjar standa við stóru orðin en ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til beggja sem hafa byrjað tímabilið af krafti í ár. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Orri Steinn skoraði annan deildarleikinn í röð þegar FCK lagði AGF eftir að lenda tvívegis undir á heimavelli í gær, sunnudag. Lokatölur 3-2 en Orri Steinn skoraði annað mark sinna manna á 73. mínútu. Hann hefur nú skorað tvö mörk í tveimur leikjum og hefur sagt að plan sitt sé að berjast um gullskóinn þó hann taki bara einn leik í einu. Conrad Harder, framherji Nordsjælland, skoraði í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi meisturum Midtjylland á laugardaginn var. Eftir leik sagði Conrad hreinlega að markmiðið væri að skora fleiri mörk en Orri Steinn þar sem það myndi líklega þýða að gullskórinn væri hans. „Mér finnst það bara flott. Ég svaraði og sagði honum að ég hlakkaði til baráttunnar. Ég kann vel við Harder sem leikmann og hann er að standa sig vel,“ sagði Orri Steinn er hann var spurður út í ummæli Harder. Målscorer Orri: Parken har været savnet🗣️Óskarsson har fået en solid start på denne sæsons Superliga med to mål i de første to kampe. Hør fra vores islandske angriber lige efter sejren mod AGF her.https://t.co/STAU0X9VWV#fcklive #sldk— F.C. København (@FCKobenhavn) July 28, 2024 Harder er fæddur árið 2005 og því ári yngri en Orri Steinn sem framlengdi nýverið samning sinn við FCK eftir mikinn áhuga frá Girona á Spáni. Það verður áhugavert að sjá hvort þessir ungu framherjar standa við stóru orðin en ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til beggja sem hafa byrjað tímabilið af krafti í ár.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira