Áframhaldandi meiðslavandræði KR: Stefán tognaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2024 21:15 Stefán Árni á hækjum eftir leik. Valur/Vísir Stefán Árni Geirsson var í byrjunarliði KR þegar liðið tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld. Það var hins vegar stutt gaman þar sem þessi skemmtilegi leikmaður fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. KR gerði jafntefli við KA á Meistaravöllum í kvöld. Það stefndi allt í sigur gestanna frá Akureyri en Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma, lokatölur 2-2. Stigið gerir ekki mikið fyrir heimamenn sem eru nú án sigurs síðan 20. maí síðastliðinn. Stefán Árni var í byrjunarliði KR og sýndi skemmtilega takta meðan hans naut við. Hann meiddist hins vegar aftan í læri og var tekinn af velli á 36. mínútu. Þetta var aðeins fimmti leikur hans á leiktíðinni en hann var í námi í Madríd á Spáni og missti því af upphafi leiktíðar. Nú er ljóst að KR-ingar verða einnig án hans í næstu leikjum. Þetta voru ekki einu slæmu tíðindin fyrir KR-inga í kvöld þar sem markaskorarinn og fyrirliðinn í kvöld, Finnur Tómas, nældi sér í gult spjald og verður því ekki með þegar KR heimsækir HK í Kórinn þann 7. ágúst næstkomandi. Meiðsli Stefáns Árna gætu vart komið á verri tíma en leikmannahópur KR er heldur þunnskipaður þessa dagana. Fyrir á meiðslalistanum eru þeir Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. Þá er Lúkas Magni Magnason í námi í Bandaríkjunum og leikur því ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Jóhannes Kristinn Bjarnason sneri til baka í síðari hálfleik eftir að hafa ristarbrotnað fyrr á leiktíðinni. Þetta var aðeins hans fjórði leikur í deildinni í ár. Fótbolti KR Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
KR gerði jafntefli við KA á Meistaravöllum í kvöld. Það stefndi allt í sigur gestanna frá Akureyri en Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma, lokatölur 2-2. Stigið gerir ekki mikið fyrir heimamenn sem eru nú án sigurs síðan 20. maí síðastliðinn. Stefán Árni var í byrjunarliði KR og sýndi skemmtilega takta meðan hans naut við. Hann meiddist hins vegar aftan í læri og var tekinn af velli á 36. mínútu. Þetta var aðeins fimmti leikur hans á leiktíðinni en hann var í námi í Madríd á Spáni og missti því af upphafi leiktíðar. Nú er ljóst að KR-ingar verða einnig án hans í næstu leikjum. Þetta voru ekki einu slæmu tíðindin fyrir KR-inga í kvöld þar sem markaskorarinn og fyrirliðinn í kvöld, Finnur Tómas, nældi sér í gult spjald og verður því ekki með þegar KR heimsækir HK í Kórinn þann 7. ágúst næstkomandi. Meiðsli Stefáns Árna gætu vart komið á verri tíma en leikmannahópur KR er heldur þunnskipaður þessa dagana. Fyrir á meiðslalistanum eru þeir Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. Þá er Lúkas Magni Magnason í námi í Bandaríkjunum og leikur því ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Jóhannes Kristinn Bjarnason sneri til baka í síðari hálfleik eftir að hafa ristarbrotnað fyrr á leiktíðinni. Þetta var aðeins hans fjórði leikur í deildinni í ár.
Fótbolti KR Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira