Innlent

Al­mennir borgara eltu uppi þjófa í tveimur að­skildum málum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einn ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Einn ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregla aðstoðaði í tveimur málum í gærkvöldi eða nótt þar sem almennir borgara höfðu tekið málin í eigin hendur eftir að hafa komist á snoðir um glæp.

Í öðru tilfellinu var um að ræða yfirstandandi innbrot í verslun en sá sem tilkynnti gat gefið góða lýsingu á geranda og fylgdi honum eftir þar til lögregla kom á vettvang og handtók viðkomandi. Sá sem tilkynnti gat þá bent á hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu.

Í hinu tilfellinu aðstoðaði lögregla eiganda reiðhjóls sem hafði verið stolið. Eigandinn gat fylgst með staðsetningu hjólsins þökk sé tækninni og hafði „elt það út um allan bæ“ áður en það endaði í húsnæði þar sem eigandinn treysti sér ekki til að fara einn inn.

Lögregla sótti hjólið og kom því í hendur eigandans.

Tveir voru handteknir í sitt hvoru málinu grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Þá var lögregla kölluð til þegar húsráðendur komu að innbrotsþjóf á heimili sínu. Sá komst af vettvangi með eitthvað af þýfi.

Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×