Sport

Hringdi strax í ömmu sína og sýndi henni Ólympíugullið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Fox með gullverðlaun sín. Hún hefur unnið verðlaun í K1 kanóasviginu á fjórum Ólympíuleikum í röð.
Jessica Fox með gullverðlaun sín. Hún hefur unnið verðlaun í K1 kanóasviginu á fjórum Ólympíuleikum í röð. Getty/ Justin Setterfield

Hvað gerir þú þegar þú vinnur gullverðlaun á Ólympíuleikum? Hin ástralska Jessica Fox vissi nákvæmlega hvað hún vildi gera.

Jessica tryggði sér Ólympíugull á kanókeppninni með því að vinna K1 kanóasvigið.

Þetta voru langþráð gullverðlaun fyrir hana. Fox hafði unnið silfur í þessari grein í London 2012 og bronsverðlaun í sömu grein á bæði ÓL í Ríó 2016 og ÓL í Tókýó 2021.

Nú kom gullið loksins í hús og það fyrsta sem hún gerði var að hringja og sýna ömmu sinni verðlaunin.

Það kom reyndar í ljós að amma hennar sá ekki keppnina því hún var ekki sýnd í sjónvarpinu þar sem hún var stödd í heiminum.

Amman fékk aftur á móti að skoða gullverðlaunin í myndsímtalinu við barnabarnið sitt og var auðvitað yfir sig hrifin.

Þetta var samt ekki fyrsta Ólympíugull hinnar 31 árs gömlu Fox því hún vann C-1 kanóasvigið í Tókýó fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×