Gæti gosið á næstu dögum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 11:58 Það dregur til tíðinda á Reykjanesinu. Vísir/Sigurjón Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira