Innlent

Bíllinn ekki í hand­bremsu við sund­laug og rann niður kletta

Jón Þór Stefánsson skrifar
Svona var bíllinn útlítandi eftir ferðina niður klettana.
Svona var bíllinn útlítandi eftir ferðina niður klettana. Vísir

Bíll sem var staðsettur á bílastæði við Krossneslaug við Norðurfjörð á Ströndum rann af bílastæðinu og fram af kletti um hádegisleytið síðastliðinn laugardag. Talsvert sér á bílnum en engin slys urðu á fólki.

„Hann hafði hrokkið úr gír, var ekki í handbremsu,“ segir Davíð Már Bjarnason, hjá björgunarsveitinni Strandasól,  í samtali við fréttastofu. Hann telur að fallið sé um tíu metrar.

„Hann rann fram af veginum, fram af einhverjum kletti og ofan í fjöru. Það fór allt á hliðina þar.“

Krossneslaug við Norðurfjörð var opnuð fyrir sjötíu árum.Vísir

Að sögn Davíðs var ökumaðurinn nýfarinn úr bílnum þegar atvikið átti sér stað.

Davíð segir að heimamenn og ferðamenn á stórum bílum hafi hjálpast að við að draga bílinn upp á veg aftur. Því hafi björgunarsveitin ekki farið í formlegt útkall vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×