Sport

Grét eftir rifrildi við dómara: „Finnst alltaf eins og það sé verið að svindla á mér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coco Gauff var augljóslega í uppnámi eftir að hafa rætt við dómara leiksins gegn Donnu Vekic.
Coco Gauff var augljóslega í uppnámi eftir að hafa rætt við dómara leiksins gegn Donnu Vekic.

Tennisstjarnan Coco Gauff grét eftir að hafa rifist við dómara í viðureign hennar og Donnu Vekic á Ólympíuleikunum í París í dag.

Í öðru setti sló Vekic boltann nálægt endalínunni. Línudómarinn sagði að boltinn væri úr leik sem hann var ekki. En vegna dómsins hélt Gauff boltanum ekki í leik og sló hann svo í netið.

Dómari leiksins, Jaume Campistol, gaf Vekic stigið þar sem hann taldi að dómurinn um að boltinn væri ekki í leik hefði ekki truflað Gauff.

Sú bandaríska var afar ósátt við þessa útkomu og mótmælti við Campistol. Dómarinn sagðist vita að ákvörðunin væri röng en hann gæti ekki breytt henni.

„Þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Gauff á meðan tárin féllu. „Mér finnst alltaf eins og það sé verið að svindla á mér í þessum leik. Þið eruð ekki sanngjarnir við mig. Vonandi verður leikurinn einhverju sinni sanngjarn en hann er það ekki.“

Eftir orðaskipti Gauffs og dómarans komst Vekic í 4-2. Hún vann leikinn á endanum, 7-6 (7), 6-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×