„Vonandi getum við búið til alls konar vesen hérna á heimavelli“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 21:59 Stólarnir hans Donna sýndu mikinn karakter í kvöld. vísir/hag Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma. „Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“ Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“
Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira