Di María: Hótanir komu í veg fyrir draumaendinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 07:31 Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu. Getty/Ira L. Black Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlaði alltaf að enda feril sinn í fæðingarbænum en ekkert verður nú af því. Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest. Argentína Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira
Di María sagði það hafa verið draum sinn að klára ferilinn í heimabænum sínum Rosario en aukning á glæpum í borginni og hótanir gegn fjölskyldu hans hafi gert út af við þann draum. Di María er frá Rosario eins og Lionel Messi. Ekki er búist við því að Messi endi ferilinn þar heldur. Di María setti punktinn aftur við landsferil sinn í sumar með því að vinna Copa América með argentínska landsliðinu. Lýsingar hans á hótununum er ekki falleg lesning. Di María sagði að fjölskyldan hafi fengið sent svínshöfuð sem hafði verið skotið í höfuðið. Systir hans og fjölskylda hennar fengu einnig hótunarbréf þar sem dóttur Di María var hótað lífláti. ESPN segir frá. „Foreldrum mínum var hótað sem var gert opinbert en á sama tíma fékk systir mín þetta bréf. Það fréttist aldrei af því vegna þess að systir mín og svili urðu hrædd og vildu ekki segja frá því,“ sagði Di María við Canal 3 sjónvarpsstöðina í Rosario. El argentino relató por qué decidió no volver a jugar en Rosario Central, a pesar de que intentaron convencerlo hasta último momento; recibió múltiples amenazas contra su familia y una directamente hacia su hija más chica. https://t.co/NNHWr8yIzH pic.twitter.com/y6qdFSyYhR— EL PAÍS (@elpaisuy) July 30, 2024 Hinn 36 ára gamli Di María sagði að hann og fjölskyldan hafi tekið endanlega ákvörðun um það í mars að snúa ekki aftur til Rosario. „Þessar hótanir vógu þyngra en allt annað,“ sagði Di María. Hann fékk sinn fyrsta fótboltasamning í Rosario en fór til Benfica í Portúgal þegar hann var nítján ára. Di María spilaði síðan fyrir Real Madrid, Manchester United, Paris Saint-Germain, Juventus og var síðan hjá Benfica á síðasta tímabili. „Þessir mánuðir voru hræðilegir. Við sátum saman og grétum það að geta ekki fengið að upplifa draumaendinn okkar. Þau sem skilja þetta ekki, geta greinilega ekki sett sig í mín spor í eina sekúndu. Það er auðvelt að koma illa fram við aðra á samfélagsmiðlum án þess að setja sig nokkurn tímann í þeirra spor,“ sagði Di María. Það er búist við því að hann taki annað tímabil með Benfica liðinu en það hefur ekki verið staðfest.
Argentína Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira