Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 10:21 Drápinu á Haniyeh mótmælt fyrir utan Háskóla Tehran. AP/Vahid Salemi Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira