Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 11:22 Eliza kveður Bessastaði á morgun. Eliza Reid Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira