Það var enginn að tala um Pintado fyrir keppnina og sigur hans kom því mörgum mjög á óvart.
Hann kláraði fjórtán sekúndum á undan Brasilíumanninum Caio Bonfim. Spánverjinn Álvaro Martín fékk bronsið.
Eftir sigurinn þá fagnaði Pintado eins og portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo.
Þetta eru aðeins fjórðu gullverðlaun Ekvador á Ólympíuleikum en það fyrsta kom einnig í þessari sömu grein á leikunum 1996.
Pintado er 29 ára gamall og var fánaberi Ekvador á setningarhátíðinni á Signu.