Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2024 14:19 Viðmælendur fréttastofu voru ánægðir með embættisverk Guðna undanfarin átta ár. Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“ Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“
Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira