Innlent

Frú for­seti, klúta­veisla og undrandi bændur

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.

Við förum yfir embættistökuna í máli og myndum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og ræðum einnig við fólk á förnum vegi um hvernig því lítist á nýjan forseta.

Við förum á hjúkrunarheimilið Mörkina, þar sem fólk klæddi sig upp í tilefni dagsins, en þar var blásið til klútaveislu.

Þá segjum við frá því að bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda og er kallað eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert.

Við förum einnig í afmælisveislu, en Textílfélagið heldur upp á 50 ára afmæli sitt með veglegri sýningu á Korpúlfsstöðum þar sem tugir listamanna sýna verk sín.

Kvöldfréttir í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á Vísi, klukkan hálfsjö.

Klippa: Kvöldfréttir 1. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×