Fótbolti

Sverrir og Kristian mætast í næstu um­ferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason hefur hrósað sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum með Panathinaikos.
Sverrir Ingi Ingason hefur hrósað sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum með Panathinaikos. getty/Catherine Ivill

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem rúllaði yfir Botev Plovdiv frá Búlgaríu, 0-4, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Grikkirnir unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli, 1-2, og voru því með yfirhöndina fyrir leik kvöldsins.

Panathinaikos tók svo mestu spennuna úr leiknum með því að skora strax á 6. mínútu. Gríska liðið bætti svo þremur mörkum við og vann á endanum 0-4 sigur og einvígið, 6-1 samanlagt.

Sverrir lék allan leikinn fyrir Panathinaikos en hann kom til liðsins frá Danmerkurmeisturum Midtjylland í sumar. Hörður Björgvin Magnússon er einnig á mála hjá Panathinaikos en hann er að jafna sig eftir krossbandsslit.

Í næstu umferð mætir Panathinaikos öðru Íslendingaliði, stórveldinu Ajax.

Hollenska liðið sigraði Vojvodina frá Serbíu í kvöld, 1-3, og vann einvígið, 4-1 samanlagt. Kristian Nökkvi Hlynsson lék síðustu nítján mínúturnar fyrir Ajax.

Andri Lucas Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Gent vann Víking frá Færeyjum, 0-3, í seinni leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Belgarnir unnu einvígið, 7-1 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×