Hefndaraðgerðir Hezbollah yrðu í takt við árás á heimili almenns borgara.
Ísraelsmenn gerðu á dögunum árás á aðsetur Fuad Shukr, háttsetts foringja Hezbollah, í Beirút. Þeir segja Shukr hafa staðið fyrir árás samtakanna síðustu helgi, þar sem tólf börn létust þar sem þau voru að leik í þorpi á Gólan-hæðum.
Útför Shukr fór fram í gær en hann er sagður hafa verið einn af helstu ráðgjöfum Nasrallah.
Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki drápinu á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, sem var ráðinn af dögum í Íran á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki tjáð sig um málið.
Þrátt fyrir hótanir Nasrallah þykja orð hans benda til þess að Hezbollah hafi ekki áhuga á því að stigmagna átök enn frekar en áhyggjur hafa verið uppi um allsherjar stríð á svæðinu.
Hamas og Íran hafa einnig hótað hefndaraðgerðum í vikunni, vegna dauða Haniyeh.