Sport

Hákon Þór í 22. sæti eftir fyrsta keppnis­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon Þór er 45 ára Húnvetningur sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París. 
Hákon Þór er 45 ára Húnvetningur sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París.  vísir / sigurjón

Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið.

Hákon hitti úr 23 af 25 skotum í öllum þremur umferðunum. Hann er eini keppandinn sem hitti alltaf úr jafnmörgum skotum, fyrir utan Vincent Hancock sem hefur hitt úr öllum sínum 75 skotum og situr í efsta sæti. Næstur á eftir honum er Lynn Conner Prince sem klikkaði á einu skoti. Báðir eru þeir Bandaríkjamenn.

Efstu sex keppendur halda áfram í úrslit þegar undanrásunum lýkur á morgun. Það verður að þykja ólíklegt að svo stöddu að Hákon nái þar inn, sá sem situr í 6. sæti eins og er hefur aðeins klikkað á tveimur skotum.

Spennandi verður samt sem áður að fylgjast með því Hákon gæti vel unnið sig upp listann.

Sýnt verður frá skotfimi Hákons í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Endanleg úrslit munu svo birtast á Vísi á morgun um leið og þau liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×