„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Ólafur Björn Sverrisson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 2. ágúst 2024 18:01 Sif forsetaritari furðar sig á því að Halla hafi ekki verið aðalnúmerið í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Vísir Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“ Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“
Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira