Tvíeykið Mammaðín steig á stokk og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og vöktu mikla lukku.
Bubbi Morthens steig svo á svið uppúr klukkan 22:00 og það ætlaði allt um koll að keyra og þessi 68 ára gamli snillingur keyrði upp alveg stórkostlega stemmningu með öllum sínum bestu lögum.
Í Facebook færslu í morgun sagði Bubbi „Eigum við ekki bara að vera heiðarleg og segja bara: Ég átti Dalinn. Maður má segja þetta þegar maður er orðinn 68 ára – það er bara svoleiðis.“ Patrik Atlason, Prettyboitjokkó, steig svo á svið á eftir Bubba ásamt fríðu föruneyti og flutti meðal annars lag ársins 2023, Skína. Á miðnætti var svo kveikt í Brennunni á Fjósaklett.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var við setningunnar ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni og Lilju alfreðs. Þau voru í fylgd Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra og fleirra. Eftir setninguna fór föruneytið í Hvítu tjöldin í heimboð til heimamanna.






