Fótbolti

Liðið sem ís­lensku stelpurnar unnu 3-0 spilar um verð­laun á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýski markvörðurinn Ann-Katrin Berger var hetjan í kvöld.
Þýski markvörðurinn Ann-Katrin Berger var hetjan í kvöld. Getty/Daniela Porcelli

Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu komst í kvöld í undanúrslit Ólympíuleikanna í París eftir sigur á Kanada í átta liða úrslitunum.

Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli en Þýskaland vann 4-2 í vítakeppni. Þetta var annar leikurinn í átta liða úrslitunum sem endar í vító en heimsmeistarar Spánr komust einnig áfram eftir vítakeppni.

Ann-Katrin Berger, markvörður þýska liðsins, var hetjan í lokin því hún varð tvær vítaspyrnur frá Kanada. Hún kórónaði síðan frammistöðuna með því að skora sjálf úr síðustu spyrnunni.

Þýsku stelpurnar klikkuðu á einu víti en það kom ekki að sök. Auk Berger skoruðu þær Giulia Gwinn, Janina Minge og Felicitas Rauch. Sydney Lohmann hitti ekki markið.

Kanada var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á mótinu en er nú úr leik. Þýska liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum í riðlinum en er búið að vinna alla aðra leiki sína.

Ashley Lawrence og Adriana Leon létu verja frá sér vítaspyrnu en Quinn og Janine Beckie skoruðu.

Þetta þýska lið sem spilar nú um verðlaun á Ólympíuleikunum í París tapaði 3-0 á Laugardalsvellinum fyrir aðeins nokkrum víkum síðan.

Í undanúrslitunum spilar Þýskaland við Bandaríkin sem sló Japan út í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×