Hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 22:15 LeBron James fagnar körfu hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Catherine Steenkeste Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París. Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum