Innlent

Eyði­lögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Um 500 manns fengu að koma sér fyrir í Herjólfshöllinni í nótt vegna veðurs.
Um 500 manns fengu að koma sér fyrir í Herjólfshöllinni í nótt vegna veðurs. Vísir

Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um.

Jónas leit við hjá höfgum hallargestunum snemma í morgun.

„Ég kíkti þarna um níuleytið í morgun og labbaði um. Það var allt í rólegheitum og slökkt ljós og allir sofandi. Það hefur verið mjög huggulegt hjá þeim,“ segir hann í samtali við fréttastofu.

Jónas segir að allt hafi verið með mestu rólegheitum og að öryggisgæslan beri gestunum vel söguna. Fólk sé að tínast út hægt og rólega en enn er talsvert af gestum í höllinni.

Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan er allmikið af eyðilögðum tjöldum á gervigrasinu en það er eflaust umtalsvert skárra að sofa í rifnu tjaldi undir þaki en úti í rokinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×