Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 21:45 Jean-Philippe Mateta fagnar öðru marki sínu með þjálfara franska liðsins, Thierry Henry. Claudio Villa/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í framlengdum leik. Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Frakkar voru sterkari aðilinn í leik kvöldsins, en það voru þó Egyptar sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Mahmoud Saber egypska liðinu á 62. mínútu og Frakkar því með bakið upp við vegg. Eftir látlausa sókn franska liðsins jafnaði Jean-Philippe Mateta hins vegar metin fyrir Frakka á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise og því stefndi allt í framlengingu. 83'—Olise ➡️ MatetaFrance level it late to keep their Olympics dream alive 😤 pic.twitter.com/pjtZNxXNU8— B/R Football (@brfootball) August 5, 2024 Franska liðið vildi fá vítaspyrnu þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar varnarmaður Egypta handlék knöttinn innan vítateigs, en eftir langa skoðun myndbandsdómara var ekkert dæmt og því var enn jafnt þegar uppbótartímanum lauk. Egyptar komu sér svo í vandræði strax í upphafi framlengingarinnar. Aðeins einni og hálfri mínútu eftir að framlengingin hófst nældi Omar Fayed sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Egypska liðið þurfti því að leika manni færri það sem eftir lifði leiks. Franska liðið nýtti sér liðsmuninn og Jean--Philippe Mateta var aftur á ferðinni þegar hann kom Frökkum í forystu á 99. mínútu áður en Michael Olise bætti þriðja marki liðsins við á 108. mínútu. Manni færri náðu Egyptar ekki að snúa genginu við og niðurstaðan varð 3-1 sigur Frakka sem eru á leið í úrslit þar sem þeir mæta Spánverjum. Egyptar munu hins vegar leika um bronsið þar sem mótherji þeirra verður Marokkó.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira