Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 07:23 Menn bíða nú boðaðra hefndaraðgerða Íran og Hamas vegna drápsins á Haniyeh. AP/Vahid Salemi Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira