Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 10:13 Leitað er í þekktum hellum og einnig aflað upplýsinga um óþekktari hella á svæðinu. Landsbjörg Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04