Skjálftavirkni meiri en landris hægara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 11:36 Hægt hefur á landrisi við Svartsengi en skjálftavirkni hefur aukist. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur aukist en hægt á landrisi. Enn eru taldar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á svæðinu á næstu dögum. „Skjálftavirkni hefur aukist, aðeins hægt á landrisi. Það er ekki búið að ná sama magni inni í kvikuhólfinu eins og var fyrir síðasta eldgos,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingar funduðu í morgun um stöðuna. Böðvar segir skjálfta sem hafa mælst á svæðinu alla hafa verið smáa. „Og núna síðasta sólarhringinn hafa verið þarna um sextíu skjálftar.“ Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði sagði fyrir viku síðan að mestar líkur væru á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það er eiginlega ómögulegt að segja hvar það kemur upp nákvæmlega. Það eru mestar líkur á því að það komi upp á svipuðum stað og áður,“ segir Böðvar. Eldgos hófst síðast í Sundhnúksgígaröðinni 29. maí og lauk um þremur vikum síðar, þann 22. júní. Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun. „Það gæti alveg gosið hvenær sem er í rauninni. Það þarf ekki að vera nákvæmlega eins og síðast, sviðsmyndin. Það er bara spenna á þessu svæði og má alveg búast við gosi hvenær sem er.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á að eldgos hefjist á næstu dögum Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum, að mati náttúruvásérfræðinga hjá Veðurstofunni. Fjöldi daglegra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi. 2. ágúst 2024 13:37 „Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. 30. júlí 2024 19:32 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
„Skjálftavirkni hefur aukist, aðeins hægt á landrisi. Það er ekki búið að ná sama magni inni í kvikuhólfinu eins og var fyrir síðasta eldgos,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingar funduðu í morgun um stöðuna. Böðvar segir skjálfta sem hafa mælst á svæðinu alla hafa verið smáa. „Og núna síðasta sólarhringinn hafa verið þarna um sextíu skjálftar.“ Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði sagði fyrir viku síðan að mestar líkur væru á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það er eiginlega ómögulegt að segja hvar það kemur upp nákvæmlega. Það eru mestar líkur á því að það komi upp á svipuðum stað og áður,“ segir Böðvar. Eldgos hófst síðast í Sundhnúksgígaröðinni 29. maí og lauk um þremur vikum síðar, þann 22. júní. Starfsemi er í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn en á starfssvæði Bláa lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Fulltrúar umræddra fyrirtækja sitja fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar en hætta á svæðinu er nú talin töluverð og mikil hætta á hraunflæði og gasmengun. „Það gæti alveg gosið hvenær sem er í rauninni. Það þarf ekki að vera nákvæmlega eins og síðast, sviðsmyndin. Það er bara spenna á þessu svæði og má alveg búast við gosi hvenær sem er.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á að eldgos hefjist á næstu dögum Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum, að mati náttúruvásérfræðinga hjá Veðurstofunni. Fjöldi daglegra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi. 2. ágúst 2024 13:37 „Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. 30. júlí 2024 19:32 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Auknar líkur á að eldgos hefjist á næstu dögum Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum, að mati náttúruvásérfræðinga hjá Veðurstofunni. Fjöldi daglegra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi. 2. ágúst 2024 13:37
„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. 30. júlí 2024 19:32